Quantcast
Channel: Er ekkert í ísskápnum?
Viewing all articles
Browse latest Browse all 278

Hannes er kominn út fyrir horn

$
0
0

29748e472aa15e166b7e340d6b042c0f

Íslenskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga haft hátt um kennsluaðferðir og kennsluefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar (HHG) prófessors við HÍ.

Ég ritaði athugasemdir við tvær (hér og hér) af þeim greinum sem birst hafa um málið í DV. Því miður hef ég ekki í nokkur ár getað gert athugasemdir á DV, þar sem hégómlegur blaðamaður þar á bæ sem ég leiðrétti um árið var svo lítill kall að hann ýtti á einhverja hnappa og typpi til þess að ég gæti ekki sett athugasemdir við villur hans og yfirleitt á athugasemdakerfi DV.

Vegna afar ófyrirleitinnar framkomu HHG við mig nýverið, þá er hann hélt fram staðlausum stöfum um mig í tveimur opinberum greinum sínum (sjá um málið hér), undrar það mig ekki að öðru heilvita fólki blöskri framferði mannsins á öðrum sviðum.

Það sem ég hef nú lesið um kennsluhætti hans og kennsluefni vekur hryggð. Í bók HHG er að finna skoðanir/rökræður um nauðgun, sem brýtur í bága við íslensk lög og almennt siðgæði. Maður sem hefur þá skoðun á nauðgun í dæmi sem hann rökræðir með, líkt og það sem HHG setur fram í bók eftir sjálfan sig sem hann kennir, er úr öllu samhengi við akademíska hefð. Maður sem telur það eðlilegt, að rökræða með þeirri skoðun að nauðgun sé aðeins úrþrifaráð, er dólgur í íslensku menntakerfi. Rökræður taka ekki aðeins eina hugsanlega skýringu. Ef skýringing er ein og stök erum við ekki að tala um rökræður, discussion, heldur alhæfingu, postúlat.

Hannes fer ugglaust brátt mikinn um að það séu í gangi ofsóknir í sinn garð af höndum kommúnista og einhverrar klíku vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram. Það er galið og fjarri öllum sannleika, því ég er t.d. ekki kommúnisti, og algjörlega fyrir utan klíkur. Það sem ég skrifa hér eru ekki ofsóknir heldur andsvör einstaklings sem hefur því miður orðið fyrir því að HHG ljúgi um mig opinberlega. Það sem stendur í kennsluriti Hannesar eru hins vegar lítilsvirðing á fórnarlömbum og það er enn alvarlegra. 

Hér koma athugasemdir mínar á DV, sem menn hafa aðeins geta lesið á FB minni, því DV leyfir ekki öllum að gera eðlilegar athugasemdir, því hégómi sumra blaðamanna er greinileg svo mikill.

I

Háskóli Íslands og rektor skólans, Jón Atli Benediktsson, verða að taka af hörku á þessu máli. Kennsluefni og kennsluhættir HHG eru óásættanlegir fyrir stofnum sem vill láta taka sig alvarlega. Fordómar Hannesar í garð ýmissa hópa er glæpsamlegur. HHG telur að hann geti vaðið uppi með og lygar um fólk opinberlega og í kennslu sinni og það fyrir skattpeninga landsmanna. Ég varð fyrir því um daginn og ég sætti mig ekki við ósiðlega meðferð Hannesar á beiðni minni til hans um að hann birti afsökunarbeiðni. Það ætlar hann sér greinilega ekki að gera https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2207838/ Ég kallaði grein mína um aðfarir Hannesar gegn mér í fjölmiðlum "Hannes á hálum ís". Nú sýnist mér að ísinn undir honum sé brotinn. Hann verður að fjarlægja þetta fasíska og mannfjandsamlega kennsluefni sitt af kennsluskrá HÍ. 

(Þessi athugasemd var sett við þessa grein á DV)

II

Samtökin AECR, sem nefnd í skrifum DV um mál HHG, sem nú hafa breytt um nafn og kalla sig ACRE, unnu að stofnun samtaka sem kallast Platform of European Memory and Conscience, þar sem Hannes Hólmsteinn er einnig virkur. Alþjóðleg samtök gyðinga, DefendingHistory, sem ég er meðlimur í hefur bent á það hvernig þessi samtök sem HHG er í, vinni að því skipulega að gera lítið úr helför gyðinga í Austur-Evrópu og líkir henni við alls óskylda hluti til að svala þorsta sínum í hálfsjúklegu kommúnistahatri.

Í Platform of European Memory and Conscience hefur Hannes unnið með sænskum stjórnmálamanni og fangelsistannlækni, Göran Lindblad, sem er einna helst þekktur fyrir það í Svíþjóð að hafa kvenna og karlafatafellur á kosningafundum sínum: https://www.expressen.se/…/nakenshow-ska-salja-moderat-rik…/ Lágkúran hefur greinilega engin takmörk. Hannes gerir lítið úr nauðgunum í bók sinni sem var framleidd sem samstarfsverkefni við samtök hægrimanna í Evrópu og samstarfsmaður hans frá Svíþjóð kemur sér áfram í stjórnmálum með nektarsýningum á kosningafundum. Í Eystrasaltslöndunum og víðar koma þessir mann fram sem réttlætarar fyrir stefnu yfirvalda óþroskaðra ríkistjórna sem vilja gera fjöldamorðingja gyðinga að frelsishetjum landa sinna. Ég hef á vefsíðu DefendingHistory hópsins skrifað þessa grein http://defendinghistory.com/holocaust-obfuscation-show/67054 um störf Hannesar þar. Þau eru honum og íslensku háskólastarfi til skammar.

European Memory and Concience, samtök þau sem HHG starfar með, eru samviskulaus þrátt fyrir þetta "Concience" sem þeir hafa klínt á titilinn. Þau vinna að því ljóst fremur en lent, að mæra morðingja gyðinga í Eystrasaltslöndunum. Við sjáum þetta samviskuleysi þegar HHG hélt ræðu í Brussell í vor og bar þar saman á afar ósmekklegan hátt helförina gegn gyðingum við morðstefnu ráðstjórnarríkjanna, sem var allt annars eðlis en útrýmingarstefna nasismans gegn gyðingum. Hannes er meistari í ofureinföldum á sögulegum viðburðum.

Öllum má vera þetta samviskuleysi ljóst, þegar eftir HHG er haft í Brussell: "Gissurarson said that the historian also had a duty to listen to, or even to recreate, the voices of those who had been silenced by force. The despots should not be allowed to leave this world in quiet satisfaction that their misdeeds had not been recognised and registered" á meðan hann leggur sem erlendur prófessor blessun sína yfir mæringar á gyðingamorðingjum í Litháen, Lettlandi og Eistlandi.

Öllum má vera ljóst að Hannes talar heldur ekki gegn misyndismönnum er hann skrifar bók sem notuð er við kennslu í HÍ, og sem gefin er út undir merkjum ACRE, þar sem hann lýsir í því sem hann kallar "rökræður á sjónarmiðum" að nauðganir séu örþrifaráð. Áhugi á fórnarlambinu og uppgjörið við misyndismanninn, sem HHG lýsir yfir að hann hafi brennandi áhuga á, koma ekki heim og saman við þá "kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orðræðu um fatlað fólk, niðrandi tal í kennslutímum um feita og fatlaða" sem greint er frá í yfirlýsingu 65 núverandi og fyrrverandi nemanda í stjórnmálafræði við HÍ.

Mér sýnist HHG vera samviskulaus og siðlaus í þeim dæmum sem hann tekur til stuðnings rökræðum sínum á sjónarmiðum í bók sinni sem er gefin er út í tengslum viðö ACRE. Hann tekur ekki eðlilegt tillit til fórnarlamba frekar en hann gerir í samtökum evrópskra hægrimanna þegar þau hjálpa öfgamönnum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen til að minnast morðingja gyðinga sem þjóðhetja. Mér er næst að halda að HHG sé eiginlega nákvæmlega sama um öll fórnarlömb. Hans eina markmið er að sverta sósíalisma eins mikið og hann getur og með öllum ráðum, jafnvel með að gera þá sem börðust gegn honum að hetjum þó þeir hafi myrt þúsundir saklausra gyðinga. Krossför HHG gegn vinstristefnu er öllum kunn, en hún þarf ekki að enda í glapræði eins og stuðningi við lönd sem vilja gera gyðingamorðingja að þjóðhetjum árið 2017. Kalda Stríðinu og svínlegheitum þess er lokið.

---

Ég vona að Jón Atli Benediktsson rektor HÍ taki á máli HHG af hörku. Það er skylda rektors, sama hvar hann stendur í litrófi stjórnmálanna. Mig langar einnig að biðja rektor um að skýra hvernig prófessor í HÍ sé stætt á því að fara með rangt mál um menn í fjölmiðlum í greinum þar sem  viðkomandi prófessor skrifar undir titlinum "Prófessor við HÍ".  Ég hef beðið HHG um að biðjast afsökunar á lygum sínum gegn mér í tveimur fjölmiðlum  fyrr í þessum mánuði (desember 2017). HHG hefur ekki gert það, en skrifaði eftirfarandi orð í tölvupósti er ég hafði beðið hann um að leiðrétta ósannindi þau sem hann fór með um mig:

Auðvitað tek ég það alvarlega. En þú tekur þetta allt of óstinnt upp. Menn mega túlka aðra á sinn hátt.

HHG má ekki og getur ekki leyft sér að  "túlka" með því bera á menn ósannindi líkt og hann gerði í greinum í Morgunblaðinu og á Pressunni. Það varðar við lög. Þegar hann lýgur því upp á mig að ég hafi sagt eitthvað um Halldór Kiljan Laxness, sem ég hvorki hef skrifað né sagt, er hann að fremja lögbrot og svína mig til í opinberri umræðu. Það sæmir ekki manni í hans stöðu. Því fyrr sem hann gerir sér grein fyrir því, því betra.

Miklu verra en lygarnar gegn mér er stuðningur Hannesar við samtök sem gera lítið úr hörmungum þeim sem gyðingar urðu fyrir með kjánalegum samanburði við hræðilega atburði, sem eiga þó mest lítið skylt við hörmungar helfarar Evrópubúa gegn gyðingum álfunnar á 20. öld.

Ef HHG hefur áhuga á alls kyns fórnarlömbum, þá mæli ég með því að hann rökræði ekki um þau í bókum sínum og kennslutímum eins og fíll í postulínsbúð.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 278