Og sá innri er alls ekki fagur.
Var Jesús til, spyr Jón Valur Jensson enn eina ferðina. Hann fer á stað með miklum látum vegna bókar eftir virtan bandarískan guðfræðing, sem heitir Bart D. Ehrman og er prófessor við University of North Carolina.
Jón Valur, sem kærður hefur verið fyrir fordóma í garð minnihluta, fer fram með miklu offorsi og hatri í garð prófessorsins bandaríska á bloggi sínu Kristin Stjórnmálasamtök.
Nú sé ég ljóslega að þau samtök, ef þau telja þá nokkurn annan en Jón Val, eru samansafn eins gyðingahatara.
Jón Valur ærist í grein um niðurstöður Bart D. Ehrmans varðandi hinar vandfundnu samtímaheimildir um Jesúm, og kemst svo að niðurstöðu:
Þar fengum við að sjá meinið sem angrar Jón Val. Nú, eftir að hafa étið hann að innan, dreifir það sér á yfirborðinu svo allir sjá. Krabbinn sem hrjáir Jón Val er gyðingahatur, og greining hans á Bart D. Ehrman er vitaskuld kolröng.
Bart D. Ehrman er ekki gyðingur frekar en Bart Simpson, og hefur aldrei verið það. Hann er hins vegar virtur guðfræðingur, sem ekki verður sagt um Jón Val Jensson. Ehrman trúir á Jesús, en leyfir sér réttilega að benda á að heimildir um hann frá fyrstu öldum kristni séu af mjög skornum skammti.
Fyrir það eru menn hengdir og stimplaðir sem gyðingar af Jóni Val.
Ljótt, en svona lagað þrífst á Moggablogginu árið 2017. Fyrir utan alla þá íslensku skíthæla sem ekki telja að gyðingar megi eiga sér höfuðborg í landi sínu.
Best að vera ekki að óska ykkur gleðilegra jóla, því þið eigið þau svo sannarlega ekki skilið. Þið farið í Jólaköttinn með Jóni Val sérfræðingi í tilvist þeirra sem hann hatar.