
Stundum verður karli eins og mér, atvinnulausum og illa gerðum, ljótum með sælgætisístru og skalla ljóst hve heppinn ég er.
Ég á fallega konu og greinda, sem enn lítur við mér og elskar, og er með mig og tvö önnur börn á framfæri, sem eru einkar vel gefin og góð við mig. Hvers getur maður óskað sér meir hér í lífinu?
Já, stundum verður maður líka að vera með prívatið á útopnunni og skrifa eitt og eitt "ég um mig frá mér til mín blogg" eins og sumir gera flestum til leiðinda. Ég ætla þó ekki að segja ykkur frá kökunni sem ég bakaði um daginn og hvaða balsam ég nota.
Þetta er hún Lea mín hér fyrir ofan og hann Rúben hér fyrir neðan. Ég er stoltur faðir.
