
Andrés er oft skapmikill og uppstökkur, en gyðinghatari er hann þó ekki orðinn enn, og nasisti verður þessi erkiameríska önd aldrei. Þess vegna hefur hin arabíska rödd hans, sem egypski leikarinn Wael Mansour hefur ljáð honum, þagnað.
Það verður vissulega erfitt fyrir Disney að finna nýjan Andrés Önd sem ekki hatar Ísrael og gyðinga á arabísku.
Hinn æsti og uppstökki Andrés önd, sem á arabísku heitir "búdmút" sem þýðir bara "önd", höfðar mjög til arabískrar menningar. Arabar eru greinilega mjög miklir Dónaldistar, enda saga Palestínu oft eins og eitthvað sem lesa mætti í Andrésar Andarblaði.
Fyrir ekki svo mörgum árum var vini hans Mikka mús rænt á Gaza, eða réttara sagt þá bjó Hamas til sér Hamasgerð af Mikka mús, sem kallaður var Farfúr. Farfúr var gangandi uppsláttarit í gyðingahatri sem hann kenndi börnum á Gaza með góðum árangri (sjá hér). Farfúr dó auðvitað píslardauða undan höndum gyðinganna. Svo sjúkur er sá heimur sem Ögmundur, Össur og þúsundir Íslendingar styðja.