Nú vilja menn í Svíþjóð banna ís, pinnaís. Um er að ræða ísana Black Nogger og 88. 88 hefur verið framleiddur síðan 1964.
Tvær reiðar konur frá Antidiskrimineringsbyrån í Malmö telja þessa ísa vera rasíska og hafa það fyrir satt að 88 séu bókstafirnir HH, en H er 8. bókstafurinn í stafrófinu. Konurnar telja að 88 sé skammstöfun fyrir Heil Hitler og að ísinn sé nasískur.
Talsmaður ísverksmiðjunnar GB sem framleiðir 88, Petronella Warg (hljómar einnig grunsamlega nasískt), segir enga áætlanir um að taka þennan ís af markaðinum. Sumir telja ís þeirra sem kallast Igloo Cola vera dulnefni fyrir kókaínmisnotkun eskimóa. GB þýðir vitanlega Görings Bedrift, þó það standi í raun fyrir Glace Bolaget, og er nú í eigu Unilever-samsteypunnar eins og allt annað.
Á alþjóðlegu skeytamáli (telegrafista) þýðir 88 reyndar "Love and kisses" og 73 t.d. Bestu kveðjur og 99 "farðu til helvítis". 111 þýddi hér áður fyrr, að ekki hafi væri ráð á því að kaupa klósettpappír. Talnaspeki er áhugaverð fræði. Þið eruð algjör 0 ef þið vitið þetta ekki.
Engin furða á þessum tímum samsæriskenninga, að RÚV og fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson, sem lærði í Svíþjóð, séu búinn að myrða Arafat, þótt ekkert sanni að hann hafi verið myrtur. Pol-210 þýðir víst hjá furðudýrafræðingum, að Ísraelsmenn voru með matsölu fyrir Arafat 160 dögum fyrir dauða hans.
En ef GB fer að framleiða ís sem þeir kalla Islänning, þá er það vitaskuld rasismi. Í Danmörku er selt speltbrauð, fullt af lofti, sem kallast Palme-brød. Eitthvað er nú gruggugt við það.
Jón Gnarr segir okkur að siginn fiskur sé asísk uppfinning. Spurningin er hvort banna eigi Jón eða siginn fisk. Hvortveggja er eitraðra en Pol-210.
99, lesendur mínir, over and out.