Auðvitað er Mary Luz Suarez Ortiz ekki heimsmeistari eins og Bobby Fischer, gyðingahatarinn og iðjuleysinginn sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir utan öll lög og skynsemi.
Mary Luz er að mínu mati heimsmeistari. Hún hefur sýnt heimsmeistaralega tilburði til að bjarga sér og fjölskyldu sinni, þrátt fyrir vinnuleysi. Hún hefur komið á fót dagpössun og verið í starfsnámi á veitingahúsi. Hún hefur sýnt að hún er virkur þjóðfélagsþegn sem er öll að vilja gerð til að verða hluti af þeirri þjóð sem þarf að hafa ræfilinn Ögmund og aumingjasamkunduna Alþingi yfir sér.
Nú er okkur sagt að Mary Luz Suarez Ortiz uppfylli ekki lög, og í ljós er komið að Pósturinn getur ekki komið bréfum yfirvalda á leiðarenda - að sögn Ögmundar. Það bréf skulu yfirvöld sýna fram á að hafi verið sent.
Meðan Mary Luz er talin ólögleg á Íslandi eftir fimm ára búsetu, fékk Bobby vitleysingur óhindrað að brjóta hegningarlög á Íslandi og var gerður að Heiðursíslendingi áður en hann kom til landsins.
Ögmundur Jónasson, þú ert víst örugglega ömurlegasti "sósíalistinn" sem lifað hefur og Alþingi sýnir aftur og sannar, að það er alla jafnan hin mesta aumingjasamkoma.