
Þessi niðurstaða hollenskra rannsóknaraðila sýnir enn betur, það sem ég hef áður skrifað, að rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var ekki starfi sínu vaxin.
Rannsóknarnefndin klúðraði rannsókninni á málinu. Fyrir utan að ræða ekki við alla sem þekktu til í Riftúni, leitaði hún til Gijsens fyrrv. biskups, þrátt fyrir að það væri vitað í Hollandi að hann lægi undir grun fyrir barnaníð löngu fyrir biskupstíð sína á Ísland. Þeir leyfðu þessum Gijsen að bera vitni gegn undirmönnum sínum sem hann lagði fæð á. Gijsen var barnaníðingurinn, en hann lét skýrsluhöfunda krossfesta prest sem slíkan, þótt engar sannanir lægju fyrir um sekt hans.
Gijsen biskup var líka gyðingahatari af verstu gerð. Hann kasti öskubakka í höfuð trúbróður síns sem minnti hann á að Jesús hefði verið gyðingur og að kristni ætti gyðingdómi mikið að þakka.
Skoðum svo mismuninn á frásögn Morgunblaðsins nú:
Hann hefði afhent biskupi umslag sem hefði verið geymt í skjalasafni biskupsembættisins. Séra Jakob sagðist hafa afhent Gijsen umslagið eftir að hann tók við biskupsembættinu. Þegar Gijsen var búinn að kynna sér efni þess hefði hann eyðilagt bréfið.
og hjá RÚV árið 2012:
Nú hefur RÚV betur í heimildavinnunni. Geta sumir blaðamenn alls ekki umgengist heimildir heiðvirðislega? Blaðamaður Moggans sem hefur framreitt þessa frétt er heimildaníðingur og mann grunar hver tilgangur hans með því að skrifa hálfan sannleikann var. Hann vitnar ekki rétt og fyllilega í skýrslu þá sem hann notar.
Hvert hlutverk Jakobs Rollands, (sem heitir ekki Roland eins og Mbl. telur), í þessu máli var, væri gaman að vita. Mér hefur verið tjáð, að hann og séra Georg hafi ekki verið bestu vinir og er þá ekki mikið sagt. Honum er velkomið að skrifta hér í athugasemdunum.