Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 278

Vorsöngur Villa


 

Þegar vorið byrjar snemma að berjast við veturinn í Danmörku og enginn veit hvort snjóhríð kemur í byrjun apríl, er þægilegt að njóta angurværðar hins unga vorkvölds með góðri tónlist meðan maður dreypir á sterku kvöldkaffinu.

Á undanförnum árum hef ég smám saman verið að uppgötva nýja kynslóð tónlistarmanna, sem eru eftir að gleðja mig á síðari hluta ævinnar og í ellinni. Einn þeirra er ungur Svíi sem kallar sig The Tallest Man on Earth í ungæðislegu lítillæti sínu. Hann er stuttur fyrir Svía að vera og heitir bara því ósköp venjulega sænska nafni Kristian Matsson. Drengur þessi, sem er fæddur er árið 1983, á framtíðina fyrir sér líkt og snillingurinn okkar Ásgeir Trausti og t.d. Jonas Alaska í Noregi. Ég vona að vorið fari brátt að teygja hlýja fingur sína til Íslands. Með kveðju, Vilhjálmur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 278